Texta stærð:

- Virkjanir - Lindavirkjun

 

Nýting vatnshlunninda í landi Gríshóls hafa mikla þýðingu fyrir ábúendur jarðarinnar. Með tilkomu virkjunarinnar er hægt að skapa afkomuskilyrði sem ekki er að finna með annari nýtingu jarðarinnar.

 

Markmiðið með virkjuninni er að framleiða raforku til sölu inn á íslenskan raforkumarkað og þannig styrkja búsetumöguleika á Gríshóli til framtíðar.

 

Efri mörk virkjanasvæðisins liggja ofarlega í svokölluðum Giljatungum. Þar úr hlíðinni spretta fram þrjár lindir og úr þeim renna lækir sem heimamenn kalla Giljaá, Lindá, og Drangá. Efst og vestast er Giljaá, þá Lindá sem er vatnsmest og neðst og austast er Drangá. Svæðið er frekar gróðursnautt og einkennist af lausri möl og móbergi.

Svæðið teygir sig síðan niður eftir miðjum Giljatungum og áfram niður eftir með austanverðri Bakkaá. Sá hluti virkjanasvæðisins er að mestu lítt grónir melar og mýrarflákar.

Nýjustu fréttir
Fréttir | 25.02.08
....
Fréttir | 30.01.08
...