Texta stŠr­:

 - Virkjanir - Tunguvirkjun

 

Tunguá í Tálknafirði var fyrst virkjuð árið 1952 og voru það nokkrir bændur í Tálknafirði sem stóðu að virkjunarframkvæmdum með það fyrir augum að rafvæðast. Á sínum tíma voru þessar framkvæmdir merkilegt skref í sögu rafvæðingar á Vestfjörðum en virkjunin tengdist veitukerfi þar sem orkan nýttist bændum á nokkrum bæjum í Tálknafirði. Undanfarin ár hefur virkjunin aðeins þjónað ábúendum Tungu.

 

Í 49 ára gamalli sögu Tunguvirkjunar hefur verið ráðist í endurbætur á búnaði og mannvirkjum. Fyrst árið 1975 en þá var vélbúnaður endurnýjaður og skipt um túrbínu og rafal. Tíu árum síðar voru vatnsinntaksmannvirki endurnýjuð.

 

Á 49. aldursári virkjunarinnar var enn ráðist í framkvæmdir.  Stofnað var einkahlutafélag um reksturinn og ber það nafnið Tunguvirkjun ehf. Stöðin var stækkuð og er aftur hluti af orkuveitukerfi.  Endurnýjuð Tunguvirkjun er rennslisvirkjun án vatnsmiðlunar og nýtir það vatn sem til fellur í Tunguá á hverjum tíma.  Framkvæmdir hófust í júní 2001 og var virkjunin gangsett í janúar 2002. Afkastageta stöðvarinnar hefur aukist til muna og er nú um 180 kVA.

Nřjustu frÚttir
FrÚttir | 25.02.08
....
FrÚttir | 30.01.08
...